Stuðningsmenn Chelsea eru margir mjög ósáttir út í eigið félag vegna bakvarðarins Ian Maatsen.
Maatsen fékk fá tækifæri með aðalliði Chelsea og var lánaður til Dortmund í janúar og hefur slegið í gegn.
Samkvæmt Fabrizio Romano eru allar líkur á að Chelsea selji Maatsen endanlega til Dortmund í sumar sem reitir marga til reiði.
Maatsen hefur heillað með frammistöðu sinni í Þýskalandi hingað til en um er að ræða 21 árs gamlan Hollending.
Hann er nú þegar búinn að leggja upp tvö mörk í fimm leikjum og hefur sjálfur áhuga á að halda sig hjá Dortmund.