Stór meirihluti þjóðarinnar virðist vilja fá Guðna Bergsson aftur til starfa sem formanns KSÍ. Rúmlega 50 prósent lesenda 433.is sem tóku þátt í könnunn okkar vilja fá Guðna aftur.
Kosið verður um formann KSÍ eftir tæpar tvær vikur en það eru rúmlegar 140 fulltrúar á ársþingi KSÍ sem sjá um að kjósa á þinginu.
Þrír eru í framboð til formanns en auk Guðna eru það Þorvaldur Örlygsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og Vignir Már Þormóðsson fyrrum stjórnarmaður í KSÍ.
Vignir bauð sig fram í síðustu viku og er minnst þekktur á meðal þeirra þriggja. Vignir fær tæp 18 prósent atkvæða á meðal lesanda okkar en Þorvaldur fær rúm 29 prósent.
Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ haustið 2021 þegar stormur skall á sambandið og Guðni var sakaður um að segja ekki allan sannleikann þegar kom að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna.
Nú tveimur og hálfu ári síðar sækist Guðni eftir endurkjöri en Vanda Sigurgeirsdóttir er að láta af störfum sem formaður sambandsins.
Svona skiptust atkvæðin:
Þorvaldur Örlygsson
337 Atkvæði (29.15%)
Vignir Már Þormóðsson
204 Atkvæði (17.65%)
Guðni Bergsson
617 Atkvæði (53.37%)