Rasmus Hojlund hefur eftir erfiða byrjun fundið taktinn með Manchester United og svo virðist sem það veki áhuga hjá einu stærsta félagi Evrópu.
Þannig segja miðlar á Spáni frá því að njósnari Real Madrid hafi mætt á nokkra leiki til að skoða Hojlund undanfarið.
United keypti Hojlund á 72 milljónir punda síðasta sumar en það tók hann fjóra mánuði að skora sitt fyrsta mark í deildinni.
Hojlund hefur svo í undanförnum fimm leikjum skorað í þeim öllum og lagt upp tvö mörk.
Juni Calafat er maðurinn sem hefur verið að skoða Hojlund en hann fær mikið traust hjá félaginu og hefur séð til þess að félagið keypti Vinicius Jr, Rodrygo og Federico Valverde.
Real Madrid vill styrkja sóknarleik sinn og er Kylian Mbappe efstur á lista en óvíst er hvað gerist með hann.