fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Real Madrid grandskoðar Rasmus Hojlund

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rasmus Hojlund hefur eftir erfiða byrjun fundið taktinn með Manchester United og svo virðist sem það veki áhuga hjá einu stærsta félagi Evrópu.

Þannig segja miðlar á Spáni frá því að njósnari Real Madrid hafi mætt á nokkra leiki til að skoða Hojlund undanfarið.

United keypti Hojlund á 72 milljónir punda síðasta sumar en það tók hann fjóra mánuði að skora sitt fyrsta mark í deildinni.

Hojlund hefur svo í undanförnum fimm leikjum skorað í þeim öllum og lagt upp tvö mörk.

Juni Calafat er maðurinn sem hefur verið að skoða Hojlund en hann fær mikið traust hjá félaginu og hefur séð til þess að félagið keypti Vinicius Jr, Rodrygo og Federico Valverde.

Real Madrid vill styrkja sóknarleik sinn og er Kylian Mbappe efstur á lista en óvíst er hvað gerist með hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lið ársins í Evrópudeildinni – Tveir frá meisturunum

Lið ársins í Evrópudeildinni – Tveir frá meisturunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Deco nefnir tvo kantmenn í enska boltanum sem Barca er hrifið af

Deco nefnir tvo kantmenn í enska boltanum sem Barca er hrifið af
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bróðir Garnacho hjólar í Amorim – Dagar hans hjá félaginu líklega taldir

Bróðir Garnacho hjólar í Amorim – Dagar hans hjá félaginu líklega taldir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Minnast Erlendar sem féll frá í mánuðinum – „Var glaðlyndur og glettinn“

Minnast Erlendar sem féll frá í mánuðinum – „Var glaðlyndur og glettinn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim