Kylian Mbappe leikmaður PSG er farin að efast um tilboð Real Madrid og telur sig ekki fá nógu vel borgað þar.
Real Madrid vill fá Mbappe en félagið ætlar ekki að greiða honum sömu laun og hann hefur hjá PSG í dag.
Mbappe er launahæsti leikmaður Evrópu í dag en hann er samningslaus í sumar.
Mbappe var einnig að verða samningslaus árið 2022 og fékk þá tilboð frá Real Madrid.
Tilboðið sem Real Madrid hefur lagt fram núna er hins vegar lægra en tilboðið sem Mbappe fékk frá félaginu sumarið 2022.
Nú telja Mbappe og hans fólk að Real Madrid verði að hækka tilboðið annars er talið líklegast að hann framlengi við PSG.