fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Julio Cesar mætir austur á firði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KFA hefur fengið brasilíska framherjann Julio Cesar Fernandes í sínar raðir en síðustu tvö tímabil hefur Julio spilað með KF og Reyni Sandgerði í 2. og 3. deildinni.

Með KF skoraði Julio 16 mörk og lagði upp 7 í 17 leikjum í 2. deildinni 2022 og þegar hann spilaði með Reyni í fyrra skoraði hann 7 mörk og lagði upp 18 í 21 leik.

KFA var lengst af í efsta sæti 2. deildarinnar síðasta sumar en liðið gerði mistök undir restina og komst ekki upp. Félagið virðist stórhuga í sumar og samdi félagið við fyrrum landsliðsmanninn, Eggert Gunnþór Jónsson, á dögunum.

Julio er 27 ára gamall og hefur meðal annars spilað með liðum í Brasilíu, Finnlandi og Svíþjóð.

„Við sama tækifæri og stjórn KFA fagnar komu Julio þá viljum við tilkynna að argentínski framherjinn Selpa, sem spilaði með liðinu síðasta sumar, er meiddur og verður því ekki með KFA í sumar líkt og til stóð. Við sendum góðar kveðjur á Selpa og óskum honum góðs bata! Esperamos que tengas una pronta recuperación Esteban Selpa!,“ segir á vef KFA:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Í gær

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer