Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur gagnrýnt stórstjörnuna Erling Haaland eftir leik liðsins við Everton um síðustu helgi.
Guardiola tjáði sig um Haaland fyrir leik í kvöld í Meistaradeildinni en hann var ekki hrifinn af Norðmanninum í fyrri hálfleik gegn þeim bláklæddu.
Guardiola segir að Haaland eigi það til verða of pirraður í leikjum ef hann er ekki búinn að komast á blað nógu snemma.
,,Þessi tvö mörk gegn Everton munu hjálpa honum mikið. Líkamstjáningin í fyrri hálfleik var ekki góð,“ sagði Guardiola.
,,Hann var mun, mun betri í seinni hálfleik. Þegar hann skorar mark þá kemst hann í annan gír, hann hreyfir sig meira sem og annað.“
,,Hann verður bara betri, hann verður að læra það að þó hann skori ekki þá verður líkamstjáningin að vera rétt. Hann þarf að hugsa að mörkin munu koma, allt verður í lagi.“