John Cofie fyrrum leikmaður Manchester United mætti í dag fyrir dómara en hann er ásamt vini sínum sakaðir um að hafa nauðgað konu árið 2019.
Atvikið átti sér stað í úthverfi Manchester þar sem Cofie og vinur hans Nathan Stuart hittu konuna.
Segir í fréttum í enskum blöðum að konan hafi verið ofurvöli þetta kvöld og hafi Cofie nánast þurft að halda á henni og hún hafi varla komið út orði.
Eftir að hafa hisst á knæpu í Altrincham var farið heim til Stuart. Þar eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað henni.
Foreldrar konunnar sóttu hennar eftir að hafa lýst eftir henni og töldu þau hana týnda.
Konan átti samskipti við Stuart nokkrum dögum síðar þar sem hann sagði henni frá því að hann og Cofie hefðu stundað kynlíf með henni.
Konan segist ekkert muna eftir því og að hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir slíku, báðir neita þeir sök í málinu.
Cofie varð yngsti leikmaður í sögu enska boltans sem keyptur hafði verið á eina milljón punda. Hann var 14 ára gamall þegar United keypti hann frá Burnley.
Cofie spilaði aldrei fyrir aðallið United og fór frá félaginu árið 2013 en lék svo með Barnsley, Crawley Town og Wrexham.