Það vekur ansi mikla athygli hver fékk að æfa með liði Chelsea stuttu fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace í gær.
Um er að ræða leikmann að nafni Charlie Holland en hann hefur spilað með unglingaliði liðsins sem og varaliði á tímabilinu.
Ástæðan fyrir athyglina er að Holland er aðeins 14 ára gamall og æfði með stórstjörnum aðalliðsins fyrir leikinn.
Einhverjir gerðu sér vonir um að Holland yrði á bekknum gegn Palace en svo varð ekki raunin í 3-1 sigri.
Gríðarlegt efni þar á ferð sem hefur borið fyrirliðabandið í mörgum unglingaliðum Chelsea í gegnum tíðina.