Eiður Smári Guðjohnsen fyrrum framherji Chelsea og Barcelona efast um það að Rasmus Hojlund sé maðurinn til að leiða sóknarlínu Manchester United til framtíðar.
Danski framherjinn hefur skorað í fimm deildarleikjum í röð eftir mjög svo erfiða byrjun en Eiður ræddi um hann á Símanum um helgina.
„Hvort þetta sé maðurinn til að koma United á þetta plan sem þeir vilja vera á, er ég enn þá með mínar efasemdir. Hann er duglegur, hann er sterkur,“ segir Eiður Smári.
Eiður er hins vegar á þeirri skoðun að Hojlund sé ekki nógu góður í fótbolta til þess að fara alla leið
„Mér finnst hann ekki nógu góður í fótbolta, ekki nógu góður í samspili. Mér finnst fyrsta snertingin hjá honum oft taka of langan tíma til þess að koma spilinu í gang í kringum sig.
En við tökum það ekki af honum að hann er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.