Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingu Sky Sports segir að Xabi Alonso spili fótbolta eins og Pep Guardiola frekar en eins og Jurgen Klopp.
Flestir telja að Alonso muni taka við Liverpool í sumar þegar Jurgen Klopp labbar frá borði eftir níu ár á Anfield.
Alonso var lengi vel leikmaður Liverpool og hefur því sterkar tengingar við félagið.
„Liverpool er miklu beinskeyttara lið, þeir fara hraðar og nota skyndisóknir,“ segir Carragher þegar hann skoðar málið. Alonso stýrir í dag Bayer Leverkusen sem situr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.
„Leverkusen er meira eins og Pep Guardiola lið. Þetta er meira eins og Manchester City, Alonso lék auðvitað undir stjórn Guardiola.“
„Ég held að Alonso taki við Liverpool, Liverpool hefur verið heppið með það að Klopp hættir þá núna. Það er réttur tímapunktur fyrir Alonso að taka skrefið á þessum tíma.“