Mykhailo Mudryk leikmaður Chelsea hefur átt erfitt fyrsta ár hjá félaginu en þrátt fyrir það hafa forráðamenn félagsins trú á kauða.
Þannig segir The Atheltic að FC Bayern hafi skoðað það að kaupa Mudryk í janúar.
Segir Athletic að forráðamenn Bayern hafi hringt í Chelsea en þarf hafi þeir fengið skilaboð um að hann sé ekki til sölu.
Mykhailo Mudryk er snöggur og áræðinn kantmaður sem Chelsea borgaði 100 milljónir punda fyrir í janúar í fyrra.
Mudryk hefur hins vegar ekki náð að finna sig í ensku úrvalsdeildinni og er meira og minna á bekknum.