fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Táningurinn sem varð heimsfrægur: Tvær milljónir breyttu öllu – ,,Ekki möguleiki að borga þá upphæð“

Victor Pálsson
Mánudaginn 12. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Malaga á Spáni var mjög nálægt því að tryggja sér Cristiano Ronaldo frá Sporting Lisbon á sínum tíma.

Þetta átti sér stað þegar Ronaldo var aðeins táningur og spilaði í Portúgal en hann samdi á endanum við Manchester United.

Carlos Rincon sá um kaup Malaga á þessum tíma en liðið skoðaði hann frá 2002 til 2003.

,,Cristiano var eins og hann er í dag nema ungur maður. Hann var með mikinn kraft og með frábæran skotfót,“ sagði Rincon.

,,Á þessum tíma þá höfðum ég og forsetinn mikla trú á kaupunum og það sem ég gerði hafði mikil áhrif á framhaldið.“

,,Hann var ekki búinn að spila fyrstaðalliðsleikinn fyrir Sporting og við gerðum tilboð í gegnum Jorge Mendes (umboðsmann Ronaldo).

,,Við höfðum safnað peningunum fyrir kaupunum en gátum ekki eytt of miklu. Á þessum tíma þá buðum við 1,5 milljónir evra en hann kostaði 3,5 milljónir.“

,,Við gátum ekki klárað kaupin, það var ekki möguleiki að borga þá upphæð. Góðir leikmenn þurfa ekki að kosta mikið en okkur mistókst að fá hann til okkar vegna upphæðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Í gær

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?