Declan Rice var alltaf til í að ganga í raðir Chelsea og viðurkenndi það sjálfur að hann væri stuðningsmaður liðsins.
Þetta segir Jody Morris, fyrrum aðstoðarmaður Frank Lampard, en þeir unnu saman í þjálfarateymi þeirra bláklæddu.
Chelsea reyndi ítrekað að fá Rice frá West Ham fyrir um þremur árum en án árangurs – hann skrifaði að lokum undir hjá Arsenal nokkru seinna.
Morris segir að Rice hafi viljað koma til Chelsea en að lokum tók stjórn félagsins ákvörðun um að horfa annað.
,,Ég var alltaf að benda Frank Lampard á það hversu ótrúlegur Rice gæti reynst fyrir okkur þar sem N’Golo Kante var alltaf að meiðast en hann var ekki viss til að byrja með,“ sagði Morris.
,,Aðeins mánuði seinna var hann meira en spenntur fyrir Rice svo við höfðum samband og spurðum hvort hann myndi vilja koma aftur og hann varaði: ‘Ég er stuðningsmaður Chelsea, auðvitað!’
,,Að lokum gengu þessi skipti ekki upp en það var talað um 60-65 milljónir punda á þessum tíma sem væri frábært verð fyrir einhvern sem gæti spilað fyrir liðið í tíu ár.“