Framboð til formanns KSÍ rennur út á morgun en þrír aðilar hafa nú staðfest framboð sitt. Vignir Már Þormóðsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA og fyrrum stjórnarmaður í KSÍ staðfesti framboð sitt til formanns í dag.
Vignir bætist í hóp Guðna Bergssonar fyrrum formanns KSÍ og Þorvaldar Örlygssonar fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu sem hafa boðið sig fram.
Nokkuð er síðan að þeir félagar báðu sig fram en framboð Vignis var staðfest í dag.
Hvaða frambjóðanda líst þér besta á?