fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Fyrrum landsliðsmaður ræðir Gylfa Þór og Aron Einar – „Ég er ekki sérlega hlynntur því“

433
Mánudaginn 5. febrúar 2024 07:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KR, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Þátttaka Gylfa Þórs Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar fyrir leik Íslands gegn Ísrael í mars í umspili um sæti á EM er í óvissu. Elmar spilaði með þeim báðum á landsliðsferlinum og þrátt fyrir að hann telji reynslu þeirra mikilvæga vill hann ekki að þeir séu notaðir ef þeir eru ekki klárir.

„Það væri gott að hafa reynsluna þeirra. Þetta eru frábærir leikmenn og frábærir karakterar. En ég er ekkert endilega hlynntur því að vera að taka meidda menn inn í hópinn ef þeir geta ekki gert neitt á æfingum eða í leiknum.

Age (Hareide landsliðsþjálfari) metur það hversu mikilvægir þeir eru upp á að deila reynslunni og taka pressuna á sig fyrir leikinn. En ég er ekki sérlega hlynntur því. Það er ekki það mikið sem skilur að á milli þeirra bestu og næstbestu að maður hafi efni á að spila á meiddum mönnum,“ sagði Elmar.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“
Hide picture