Bruno Guimaraes miðjumaður Newcastle hefur ítrekað tjáð sig um það að hann elski súkkulaði meira en allt og það sé nokkuð vandamál.
„Ég er í megrun, ég drekk lítið en vandræði mitt er sælgæti. Ég elska súkkulaði,“ sagði Guimaraes á dögunum.
Bruno Guimarães exchanges his shirt for some Kinder Bueno chocolate 😂🍫 pic.twitter.com/RmRomtBvrH
— Football on TNT Sports (@footballontnt) January 30, 2024
Guimaraes var í byrjunarliði Newcastle sem vann sigur á Aston Villa í gær en nokkuð skondið atvik átti sér stað eftir leik.
Guimaraes hefur tjáð sig um ást sína á Kinder eggjum og einn stuðningsmaður Newcastle mætti með þau í stúkuna í þeirri von um að fá treyju Guimaraes.
Það heppnaðist vel og brosti Guimaraes sínu breiðasta þegar hann labbaði af velli með tvo pakka af Kinder eggjum.
VAMOS! 😁 pic.twitter.com/XL89XlAP5m
— Newcastle United FC (@NUFC) January 30, 2024