Barbára Sól Gísladóttir er gengin til liðs við Breiðablik. Hún kemur frá Selfyssingum.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann en hún er uppalin á Selfossi.
Barbára, sem á að baki þrjá A-landsleiki, skrifar undir tveggja ára samning í Kópavoginum.
Breiðablik hafnaði í öðru sæti Bestu deildarinnar í fyrra.
Barbára Sól Gísladóttir er komin í Breiðablik 👏 pic.twitter.com/osT9SIgHad
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) January 29, 2024