Mikel Arteta er á förum frá Arsenal í sumar samkvæmt frétt Sport í kvöld en hann hefur þjálfað liðið undanfarin fimm ár.
Samkvæmt Sport er Arteta búinn að segja sínum nánustu þessar fregnir en ekkert hefur fengist staðfest ennþá.
Arteta er vinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal en hann lék einnig með liðinu í fimm ár.
Búist er við að Arteta sé aðeins tilbúinn að fara til að snúa aftur til Spánar og taka þar við Barcelona.
Barcelona leitar að nýjum þjálfara en Xavi hefur greint frá því að hann sé að kveðja félagið eftir tímabilið.
🚨BREAKING: Mikel Arteta has reportedly informed his entourage that he is leaving Arsenal at the end of the season.
(Source: @sport) pic.twitter.com/OoVMqNKJYZ
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 28, 2024