Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er kominn til Brentford frá Elfsborg í ansi spennandi skiptum.
„Er þetta ekki töluvert meira spennandi en Aston Villa upp á spiltíma?“ spurði Helgi en Hákon var orðaður við Villa einnig.
„Aston Villa er með miklu betri markmann en Brentford. Brentford er með Flekken og Strakosha og það er á grensunni að þeir séu nógu góðir til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann getur mætt þarna inn og slegið þá út,“ sagði Hrafnkell.
Stefán tók til máls.
„Það versta við að koma inn í janúar er að hann nær ekki deildabikarleikjum eða fyrstu umferðum í bikarkeppni.“
Umræðan í heild er í spilaranum.