Kristian Nökkvi Hlynsson átti mjög góðan leik fyrir lið Ajax í kvöld sem spilaði við Heracles í efstu deild Hollands.
Kristian var í byrjunarliði Ajax sem vann 4-2 útisigur en hann bæði skoraði og lagði upp í þessari viðureign.
Landsliðsmaðurinn skoraði mark sitt á 84. mínútu og var það fjórða mark Ajax til að gulltryggja sigurinn.
Markið var einkar laglegt eins og má sjá hér.
🇳🇱 Goal: Kristian Hlynsson | Heracles Almelo 2-4 Ajaxpic.twitter.com/q5Chv6oS0U
— FootColic ⚽️ (@FootColic) January 27, 2024