West Ham hefur staðfest komu Kalvin Phillips til félagsins á láni frá Manchester City út þessa leiktíð. Líklega getur félagið keypt hann næsta sumar.
Phillips er 28 ára gamall en hann gæti spilað sinn fyrsta leik í næstu viku þegar West Ham mætir Bournemouth.
Kalvin hefur spilað 31 landsleik fyrir Englands en dvöl hans hjá Manchester City hefur verið erfið.
Phillips kom til City fyrir átján mánuðum en hefur fengið mjög fá tækifæri til að sanna ágæti sitt.
Phillips lék áður með Leeds og ólst þar upp en hann fer til West Ham til þess að spila og reyna að halda sæti sínu í enska landsliðshópnum fram að EM.
🚨⚒️ Official, confirmed. Kalvin Phillips has joined West Ham from Man City.
“I’m sure we can give the West Ham fans plenty to be excited about”, Kalvin says. pic.twitter.com/TajRn6m0md
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024