Xabi Alonso þjálfari Bayer Leverkusen er líklegastur til að taka við Liverpool af Jurgen Klopp. Þetta er mat veðbankans Betfair.
Alonso hefur gert ansi vel í Þýskalandi en Leverkusen situr nú á toppi deildarinnar í Þýskalandi.
Pep Lijnders aðstoðarmaður Klopp er næst líklegastur til að taka við starfinu samkvæmt Betfair.
Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool er í fjórða sæti hjá veðbönkum en hann starfar í dag í Sádí Arabíu
Jurgen Klopp greindi frá því í dag að hann hefði ákveðið að hætta með Liverpool í sumar en þessa ákvörðun tók hann í nóvember.
Líklegastir til að taka við:
Xabi Alonso
Pep Lijnders
Roberto De Zerbi
Steven Gerrard
Julian Nagelsmann
Ange Postecoglou
Diego Simeone
Antonio Conte
Luis Enrique
Graham Potter
Thomas Frank
Luciano Spalletti
Jose Mourinho
Rafa Benitez
Massimiliano Allegri