Jurgen Klopp hefur sótt 100 fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni en Manchester United frá því að hann tók við liðinu árið 2015. Klopp hættir í sumar.
Það kom mörgum á óvart þegar Klopp greindi frá því í morgun að hann væri að hætta sem þjálfari Liverpool í sumar.
Klopp hefur einu sinni orðið enskur meistari og unnið Meistaradeildina einu sinni. Hann getur bætt titlum í safnið áður en hann hættir.
Klopp tók við þjálfun Liverpool árið 2015 þegar liðið hafði átt í talsverðum vandræðum um langt skeið. Óvíst er hvert næsta skref Klopp á ferlinum er en ljóst má vera að mörg stórveldi horfa til hans.
Aðeins Manchester City hefur safnað fleiri stigum á þessum níu árum eins og má sjá hér að neðan.