Klopp, sem hefur verið stjóri Liverpool síðan 2015, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að hætta í lok tímabils og margir eru slegnir.
Hann hefur náð frábærum árangri með liðið og unnið allt sem hægt er að finna.
„Engar áhyggjur púllarar. Við misstum Ferguson á sýnum tíma og höfum varla fundið fyrir því!“ skrifaði kaldhæðinn Auðunn á X (áður Twitter) í dag.
Auðunn er stuðningsmaður Manchester United en eins og flestir vita hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska frá því Sir Alex Ferguson yfirgaf það árið 2013.
Engar áhyggjur púllarar. Við misstum Ferguson á sýnum tíma og höfum varla fundið fyrir því!!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 26, 2024