Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mikillar umræðu um að hann hafi yfirgefið herbúðir egypska landsliðsins á Afríkumótinu sem nú stendur yfir.
Salah fór meiddur af velli í leik gegn Gana í riðlakeppninni en hann meiddist aftan í læri. Meiðslin voru verri en talið var og verður Salah líklega frá í 3-4 vikur.
Hann hélt aftur til Liverpool í endurhæfingu en þetta var ákveðið í samræði við egypska landsliðið. Kappinn hefur hins vegar hlotið mikla gagnrýni fyrir það heima fyrir.
Salah hefur nú tjáð sig.
„Í gær hóf ég endurhæfingu. Ég mun gera allt til að vera klár eins fljótt og ég get og snúa aftur í landsliðið, eins og samið var um í byrjun. Ég elska Egyptaland,“ segir í yfirlýsingu kappans.
بدأت امبارح برنامج العلاج والتأهيل وهعمل كل حاجه ممكنه علشان اكون جاهز في اقرب وقت وارجع للمنتخب زي ماكان متفق عليه من البدايه….بردو بحبها وبحب ناسها🇪🇬… حاولو اكتر 😛 pic.twitter.com/FsNsBfY99M
— Mohamed Salah (@MoSalah) January 25, 2024