Claire Rowlands, 44 ára móðir Phil Foden hjá Manchester Cit mætti fyrir dómara í daga eftir að hafa verið handtekinn á síðasta ári.
Atvikið átti sér stað á síðasta ári en Rowlands hafði þá lent í útistöðum og vildi ekki ræða við lögregluna.
Rowlands var með læti þegar lögreglan vildi tala við hana og var sökum þess handtekinn.
Hún mætti fyrir dómara í dag og játaði að hafa verið með dónaskap. „Ég lenti í útistöðum við þá, ég var hálfgerð tík,“ sagði Rowlands.
Hún sagði að þegar hún fengi sér í glas þá ætti hún það til að breytast í villidýr.
„Ég drekk ekki oft en þegar ég geri það þá vinn ég upp tapaðan tíma. Ég verð eins og villidýr.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rowlands kemst í klandur en hún hafði lent í slagsmálum á bardagakvöldi í Manchester þar sem Foden var með henni.
Warra defended mum for Phil Foden! pic.twitter.com/KIyiqeuFjm
— ys (@ysgwp1) June 19, 2023