UEFA hefur staðfest að leikur Ísrael og Íslands fari fram í Ungverjalandi í mars. Ekki er hægt að spila í Ísraels þessa dagana.
Eftir að átök Palestínu og Ísraels brutust út á síðasta ári og stríðið hófst hefur landsliðið ekki spilað heimaleiki sína í Ísrael.
Ísland og Ísraels mætast þann 21 mars í undanúrslitum um laust sæti á EM næsta sumar, sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik.
UEFA hefur dregið það á langinn að staðfesta leikstað en nú er ljóst að leikurinn fer fram í Búdapest.
Íslenska liðið á engar sérstakar minningar frá Búdapest en liðið tapaði gegn Ungverjum í úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótið sem fram fór árið 2021.