Jordan Henderson mætti á sína fyrstu æfingu hjá Ajax í gær eftir að hann fékk loksins atvinnuleyfi í Hollandi í gær.
Ajax fékk Henderson frá Sádí Arabíu í síðustu viku en hann gafst upp þar í landi eftir örfáa mánuði.
Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool og Kristian Nökkvi Hlynsson voru hlið við hlið á æfingu liðsins í gær.
Henderson birti svo mynd af sér á Instagram með íslenska kappanum og er einnig byrjaður að fylja honum á þeim miðli.
Kristian Nökkvi er í stóru hlutverki á miðsvæði Ajax og íslenski landsliðsmaðurinn mun brátt byrja leiki með Henderson.
Þeir félagar tóku vel á því á æfingu en Ajax birti myndband af þessu á X-inu.
Recap of today's training! 🎞️#heraja
— AFC Ajax (@AFCAjax) January 24, 2024