Manchester United tapaði 3-1 í æfingaleik gegn Burnley í gær en leikurinn fór fram á æfingasvæði United á Carrington.
Enskir miðlar segja frá tapinu en Harry Maguire, Luke Shaw, Casemiro, Diogo Dalot og fleiri lykilmenn voru í byrjunarliði United.
Frí hafði verið á leikjum hjá þessum liðum undanfarna daga en United keppir um helgina í enska bikarnum en Burnley er úr leik.
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði samkvæmt upplýsingum 433.is tvö mörk í sigrinum á United í gær.
Burnley situr í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og fjalla fjölmiðlar tengdir United um það að tapið sé nokkuð áfall þó það hafi komið í æfingaleik.
Staða United er afar slæm þessa dagana og Erik ten Hag berst fyrir starfi sínu á næstu vikum.