Kínverskir knattspyrnuáhugamenn voru vægast sagt brjálaðir í gær er það kom í ljós að Cristiano Ronaldo yrði ekki með Al-Nassr í fyrirhuguðum æfingaleikjum liðsins þar í landi.
Lið Al-Nassr er statt í Shenzhen þar sem það átti að mæta Shanghai Shenua og Zhejiang á næstu dögum.
Ronaldo neyddist til að draga sig úr leikjunum þar sem hann er að glíma við meiðsli. Kínverskir knattspyrnuáhugamenn á svæðinu voru vægast sagt reiðir og fjöldi þeirra sýndi reiði sína fyrir utan liðshótel Al-Nassr í Kína.
Í kjölfarið hefur Al-Nassr frestað leikjunum þar til síðar og þegar Ronaldo getur verið með.
„Eins og þið vitið gerast hlutir í fótbolta sem þú stjórnar ekki. Ég hef spilað leikinn í 22 ár og hef ekki meiðst oft. Ég er mjög leiður því ég var spenntur fyrir því að spila hér. Ég hef verið að koma til Kína síðan 2003-2004 og þetta er eins og mitt annað heimili,“ sagði Ronaldo í yfirlýsingu.
🚨
Chinese fans have STORMED the Al Nassr hotel in large numbers expressing their disappointment over Cristiano Ronaldo's inability to participate in the friendly.
pic.twitter.com/axxGv7povO— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) January 23, 2024