Giovanni Reyna er nálægt því að ganga í raðir Nottingham Forest frá Dortmund.
Um er að ræða 21 árs gamlan Bandaríkjamann sem mikið hefur verið látið með en hann hefur lítið spilað með Dortmund á leiktíðinni.
Reyna kemur á láni frá Dortmund til að byrja með en Forest mun hafa kaupmöguleika. The Athletic segir að enska félagið hafi lagt mikla áherslu á að kaupmöguleikinn yrði til staðar og hefur því greinilega mikla trú á leikmanninum.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Reyna spilað 24 A-landsleiki fyrir hönd Bandaríkjanna. Er hann kominn með 7 mörk í þeim.