Manchester United mun leyfa Raphael Varane að fara frítt næsta sumar en hann heldur þó kyrru fyrir í þessum mánuði.
Það er Football Insider sem heldur þessu fram en Varane hefur verið orðaður frá United. Samningur kappans rennur út í sumar.
Varane hefur byrjað undanfarna leiki United en það þykir þó ekki líklegt að hann skrifi undir nýjan samning. Frakkinn er á háum launum sem félagið vill losa um.
Varane gekk í raðir United sumarið 2021 frá Real Madrid.