Hinn 18 ára gamli Kosta Nedeljkovic er genginn í raðir Aston Villa frá Rauðu Stjörnunni í Serbíu. Hann verður lánaður þangað út leiktíðina.
Um er að ræða afar spennandi hægri bakvörð. Hann kostar sitt þrátt fyrir ungan aldur, en miðað við fréttir undanfarna daga greiðir Aston Villa 8 milljónir punda fyrir hann.
Nedeljkovic heillaði með Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni fyrir áramót þar sem hann mætti meðal annars Manchester City í riðlakeppninni.
Sem fyrr segir verður hann hjá Rauðu Stjörnunni fram á sumar en gæti fengið sénsinn hjá Villa á næstu leiktíð.
Aston Villa is delighted to announce the signing of Kosta Nedeljković for an undisclosed fee. 🟣
The defender joins from Red Star Belgrade and will spend the remainder of the 2023/24 season on loan with the Serbian club. pic.twitter.com/isPvkz9NRr
— Aston Villa (@AVFCOfficial) January 22, 2024