fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Sancho opinberar hvað Reus sagði við hann eftir leik Dortmund og Manchester United í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho, leikmaður Dortmund á láni frá Manchester United, segir að Marco Reus hafi hvatt sig til að ganga til liðs við fyrrnefnda félagið á ný strax síðasta sumar.

Þetta segir Englendingurinn í viðtali við heimasíðu Dortmund. Hann fór aftur á láni til félagsins fyrr í þessum mánuði, en Sancho var keyptur til United frá Dortmund á 73 milljónir punda sumarið 2021.

Hann stóð ekki undir væntingum á Old Trafford og hefur átt í stríði við stjórann Erik ten Hag nær allt þetta tímabil. Var hann því lánaður burt í janúar.

Reus, sem hefur verið lengi hjá Dortmund, vildi þó greinilega fá Sancho fyrr aftur. Klippa náðist af þeim félögum eftir æfingaleik þýska liðsins gegn United í sumar. Sancho hefur nú greint frá hvað fór þeirra á milli.

„Hann sagði mér að koma aftur til Dortmund,“ segir Sancho.

„Hann sagði mér að hann yrði hér hvenær sem ég yrði klár í að koma aftur. Ég hef alltaf hugsað þannig að ef hlutirnir ganga ekki upp fyrir mig einhvers staðar er Dortmund staður sem ég þekki og allir þekkja mig. Það er gott að vita af því að félagið og leikmenn þess styðja við bakið á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Í gær

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum