Íslenska kvennalandsliðið í flokki 19 ára og yngri vann flottan sigur á Finnlandi í æfingamóti í Portúgal í dag.
Þetta var annar leikurinn af tveimur á mótinu en þeir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM.
Ísland vann 2-0 í dag. Mörkin gerðu Ísabella Sara Tryggvadóttir og Bergdís Sveinsdóttir.
Fyrri leikur Íslands á mótinu fór 2-2 og var andstæðingurinn Portúgal.