Dean Holden er á leið til Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu, þar sem hann verður aðstoðarmaður knattspyrnustjórans Steven Gerrard.
Holden hefur starfað í neðri deildum Englands en hann var þjálfari Oldham, Bristol City og Charlton, auk þess sem hann stýrði Stoke til bráðabirgða um stutt skeið.
Nú verður hann aðstoðarmaður Gerrard og reynir að hjálpa honum við að snúa gengi Al-Ettifaq við, en liðið hefur þótt valda vonbrigðum.
Þess má geta að á leikmannaferlinum spilaði Holden um stutt skeið með Val, árið 2001 á láni frá Bolton.
🟢🇸🇦 Former Bristol City and Stoke City manager Dean Holden is set to join Steven Gerrard at Al Ettifaq.
Holden has agreed to become Gerrard’s assistant in Saudi. pic.twitter.com/drxsqjuAMr
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 22, 2024