Sheffield United er kannski ekki að eiga frábært tímabil en liðið sló þó nýtt met í gær.
Þá mætti liðið West Ham og bjargaði stigi í blálokin er Oliver Mcburnie skoraði af vítapunktinum. Lokatölur 2-2.
McBurnie skoraði mark sitt eftir 102 mínútur og 7 sekúndur af leiknum og sló hann þar með met sem var í eigu Dirk Kuyt frá því 2011.
Þá skoraði Kuyt jöfnunarmark Liverpool gegn Arsenal eftir 101 mínútu og 48 sekúndur.
Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 10 stig, 7 stigum frá öruggu sæti.