Knattspyrnumaðurinn Nuno Tavares hefur verið milli tannanna á fólki síðan í dag þegar gamalt myndband af honum fór í mikla dreifingu.
Tavares er á mála hjá Nottingham Forest á láni frá Arsenal þessa stundina en hann gekk í raðir síðarnefnda félagsins frá Benfica 2021.
Það var einmitt það ár sem myndbandið af honum kyssa hunda á munninn, full innilega að mati flestra, birtist fyrst en nú hefur það náð flugi á ný, svo miklu að ensku götublöðin fjalla um það.
„Ég vildi að ég gæti afséð þetta,“ skrifaði einn netverji og margir tóku í sama streng.
Tavares spilaði allan leikinn með Forest um helgina í 3-2 tapi gegn Brentford.
Do you want to know why Arsenal loanee, Nottingham Forest Defender Nuno Tavares is treading 😭 pic.twitter.com/yYHlvCbcZY
— Captain Real Glash (@GlashCaptain) January 22, 2024