Kyle Walker bakvörður Manchester City reynir að bjarga hjónabandinu sínu með Annie Kilner en hún henti honum út heima eftir jólin.
Þá kom í ljós að Walker hafði barnað Lauryn Goodman í tvígang. Kilner vissi af fyrra barninu en Walker hafði neitað fyrir að eiga það síðara.
Nú segir ensk blöð að Goodman og Kilner séu báðar ósáttar nú þegar komið hefur í ljós að Walker var einnig með þriðju konuna á kantinum sem hann hélt við.
Walker kynntist þessar konu árið 2019, fjórum mánuðum áður en hann og Kilner fóru í pásu og Walker barnaði þá Goodmann í fyrra skiptið.
Báðar eru sagðar ósáttar með framkomu Walker sem hélt sambandi við þessa konu sem ensk blöð nefna ekki á nafn í nokkur ár.
Goodman setti sig í samband við Kilner í kringum jólin og sagði frá því að Walker ætti seinna barnið líka.
Walker og Kilner hafa gengið í gegnum ýmislegt en hún er nú ófrísk af þeirra fjórða barni. Heimildarmaður enskra blaða segir að Walker reyni að bjarga hjónabandinu en það sé líklega of seint.