fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Hundsaði Sancho sem heimtaði að fá að taka vítið – ,,Láttu mig fá boltann“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. janúar 2024 12:44

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho átti ágætis leik fyrir Borussia Dortmund í gær sem spilaði við Köln í efstu deild Þýskalands.

Sancho gekk í raðir Dortmund í þessum mánuði frá Manchester United og gerði lánssamning út þetta tímabil.

Englendingurinn þekkir vel til Dortmund en hann vakti verulega athygli þar áður en hann hélt aftur til heimalandsins þar sem hlutirnir gengu ekki upp.

Dortmund fékk vítaspyrnu á 58. mínútu í 4-0 sigri og grátbað Sancho liðsfélaga sinn Niclas Fullkrug um að fá að taka spyrnuna.

Fullkrug er markaskorari og elskar fátt meira en að setja boltann í netið og harðneitaði beiðni Sancho.

,,Láttu mig fá boltann, láttu mig fá boltann!“ á Sancho að hafa sagt við Fullkrug samkvæmt blaðamanninum Patrick Berger sem starfar fyrir Sky Sports.

Fullkrug hafði engan áhuga á því og skoraði úr spyrnunni til að koma gestunum í 2-0 í sannfærandi sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum