Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það vakti athygli og furðu margra þegar Lionel Messi var kosinn FIFA leikmaður ársins á dögunum en margir telja að Erling Haaland hefði átt að hreppa verðlaunin.
„Hann átti þetta ekki skilið því HM er ekki inni í þessu,“ sagði Hrafnkell og á hann þar við að sigur Messi og Argentínu á HM í Katar var ekki innan þess tíma sem tekin var inn í myndina í kosningunni.
„Ég held að leikmenn sem hafi kosið hafi haldið að HM væri inni í þessu. Þetta voru engir vitleysingar sem kusu hann,“ bætti hann við.
Mikael var, eins og margir, ósammála valinu.
„Fyrir mér er Messi ekki í topp 100. Ef allt er eðlilegt ættu þessi verðlaun bara að vera komin heim til Haaland. Ég vil að það verði hringt í Jóhannes Karl og hans útskýringar fengnar á þessu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.