Gary Lineker, goðsögn enska landsliðsins, hefur staðfest það að hann hafi fengið hótanir eftir færslu sem hann deildi á Twitter.
Lineker sýndi þar stuðning við Palestínu í stríði gegn Ísrael en í færslunni var kallað eftir því að landsliði Ísrael yrði bannað að spila leiki á vegum FIFA.
Lineker hefur áður stutt við bakið á Palestínu og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann fær hótanir á samskiptamiðlinum.
Lineker staðfesti það í samtali við Guardian að hann væri enn að fá hótanir eftir nýjustu deilinguna á Twitter sem hann neyddist til að eyða.
,,Þetta snýst ekki um mig, ég er ekki fórnarlambið hérna. Hvernig er það umdeilt að vilja frið?“ sagði Lineker.
,,Staðan í dag er ömurleg, algjörlega ömurleg. Ef þú styður hitt eða þetta þá færðu kraftmikið hatur í andlitið.„