Liverpool ætti að horfa til Crystal Palace í leit að sínum næsta leikmanni að sögn fyrrum leikmanns liðsins, Jan Molby.
Molby er á því máli að Michael Olise myndi henta Liverpool vel en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Palace í sókninni.
Ljóst er að Olise myndi ekki fást ódýrt og er ólíklegt að hann færi sig um set í þessum mánuði.
,,Það gerir Crystal Palace enga greina en ég myndi taka strákinn Michael Olise,“ sagði Molby.
,,Hann lítur út fyrir að vera frábær leikmaður og virðist vera með allt sem þarf til að spila fyrir stórlið.“
,,Hann gæti verið fáanlegur fyrir verð sem Liverpool er reiðubúið að borga, hann gerði nýjan samning og ég er viss um að það sé kaupákvæði sem fylgir honum.“