Þónokkrir stuðningsmenn Real Madrid eru orðnir afskaplega þreyttir á frammistöðu markmannsins Andriy Lunin.
Lunin hefur fengið tækifærið í undanförnum leikjum en hann tók við keflinu af Kepa Arrizabalaga sem byrjaði tímabilið.
Kepa er í láni hjá Real frá Chelsea en þótti ekki heilla í byrjun tímabils og var Lunin fenginn inn.
Úkraínumaðurinn hefur þótt standa sig enn verr og gerði enn og aftur slæm mistök í leik gegn Atletico Madrid á fimmtudag er Real féll úr keppni í Konungsbikarnum.
Kepa er ekki vinsæll hjá Chelsea og heldur ekki hjá Real en stuðningsmenn þess síðarnefnda telja hann samt sem áður betri kost.
Thibaut Courtois er aðalmarkmaður Real en hann verður frá allt tímabilið eftir að hafa meiðst alvarlega í sumar.