Það er alls ekki víst að Andre Onana verði aðalmarkvörður Manchester United eftir að Afríkukeppninni lýkur.
Frá þessu greinir Quotiadiano Sport á Ítalíu sem segir að United sé nú á eftir markmanninum öfluga Ivan Provedel.
Provedel er markmaður Lazio á Ítalíu og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína hjá félaginu.
Um er að ræða 29 ára gamlan markmann sem myndi líklegast ekki færa sig um set til að sitja á bekknum.
Provedel kom til Lazio 2022 og gerði fimm ára samning og hefur haldið hreinu 32 sinnum í 72 leikjum.
Onana kom til enska félagsins í sumar frá Ajax en hefur þótt ansi mistækur á köflum á tíma hans á Old Trafford hingað til.