Chelsea er búið að kalla miðjumanninn Cesare Casadei til baka úr láni en hann var á mála hjá Leicester.
Casadei kom til Chelsea fyrir um tveimur árum síðan en hann var keyptur til félagsins frá Roma fyrir um 16 milljónir punda.
Ítalinn hefur staðið sig nokkuð vel með Leicester á þessu tímabili og hefur leikið 24 leiki og skorað fjögur mörk.
Casadei hefur aldrei spilað keppnisleik fyrir Chelsea en mun væntanlega koma við sögu síðar í vetur.
Chelsea var hrifið af frammistöðu leikmannsins hjá Leicester en hann spilaði með Reading í láni á síðustu leiktíð.
Chelsea má svo sannarlega við leikmönnum en gengi liðsins hingað til hefur verið afskaplega svekkjandi.