fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Tveir drengir frá Malawi komnir til Aftureldingar – Hefur tekist að fjármagna dvöl þeirra hér á landi fram í apríl

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. janúar 2024 14:30

Mynd - Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku komu til Íslands tveir ungir drengir frá Malawi sem munu æfa með Aftureldingu a.m.k. næstu þrjá mánuðina. Levison Mnyenyembe og Precious Kapunda eru báðir 18 ára gamlir en þeir hafa verið í Ascent knattspyrnuskólanum í Malawi.

Lið frá Ascent vann keppni í 3. flokki á Rey Cup á Íslandi í júlí síðastliðnum. Levi og Precious komu einnig með hópnum á Rey Cup en þar sem þeir voru of gamlir til að spila á mótinu þá fengu þeir að æfa með Aftureldingu í eina viku á sama tíma.

Drengirnir höfðu eftir það mikinn áhuga á að koma aftur til Íslands til að æfa við betri aðstæður en í heimalandinu. Með hjálp frá styrktaraðilum og góðgerðarsamtökum hefur tekist að fjármagna dvöl þeirra hér á landi fram í apríl. Á þeim tíma munu Levi og Precious æfa með bæði meistaraflokki og 2. flokki Aftureldingar. Vonir standa til að þeir geti dvalið á lengur á Íslandi, en aðstandendur drengjanna og Afturelding eru að leita leiða til að fjármagna dvöl þeirra út þetta keppnistímabil.

Afturelding tekur vel á móti þeim í Mosfellsbæ og gaman verður að fylgjast með þeim á æfingum og í leikjum næstu mánuðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“