Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson er þegar búinn að slá met hjá Ajax.
Það var staðfest í gær að Henderson væri kominn til hollenska stórliðsins eftir hafa fengið samningi sínum við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq rift.
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq í sumar eftir tólf ár hjá Liverpool og samdi um himinhá laun í Sádí. Kappanum leið hins vegar ekki vel í landinu og vildi strax aftur til Evrópu.
Stuðningsmenn Ajax eru ansi sáttir með komu Henderson og lýsir það sér best í treyjusölu. Engin treyja í sögu Ajax hefur selst eins vel eftir að hún kom á markað og treyja Henderson með númer 6 á bakinu.
Dusan Tadic og Daley Blind áttu metið en treyja Henderson seldist meira á sólarhring en þeirra á einni viku.