fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Arnór opnar sig um erfiðan tíma þar sem hann var langt niðri – „Niðurlægja mig sem persónu og leikmann“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 19. janúar 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Blackburn, rifjar upp erfiðan tíma hjá ítalska félaginu Venezia í nýjasta þætti hlaðvarpsins Chess After Dark.

Arnór fór til Venezia á láni frá CSKA Moskvu árið 2021 en átti erfitt uppdráttar og fékk afar takmarkaðan spiltíma.

„Eftir á var það ekki gott skref. En á sama tíma kenndi það ár mér meira en öll önnur ár í atvinnumennsku. Það var bara drulluerfitt ár. Maður fær höfnunina, er ekki að spila sama hvað maður gerir og æfir,“ segir Arnór einlægur og heldur áfram.

„Ég var kominn svo ótrúlega lágt niður. Mig langaði ekki einu sinni á æfingar lengur. Þú missir alla ástríðu.“

Arnóri var lofað öllu fögru þegar hann kom til Venezia en ekki var staðið við það.

„Það var hellingur að leikmönnum að fara í Serie A þarna svo þetta var mjög spennandi skref. Mér er selt það að ég fái að vera aðalmaðurinn þarna, ég fái að gera mín mistök og aðlagast. En svo voru fengnir svona 12-13 leikmenn í viðbót og þeir sögðu það sama við alla. Ég var ekki sá eini sem lenti í þessu.“

Arnór segist þó ekki alltaf hafa brugðist frábærlega við mótlætinu sjálfur.

„Ég gerði ótrúlega margt rangt þarna líka. Þetta var eiginlega í fyrsta skiptið sem ég upplifi einhverja höfnun. Ég tók alveg röltið af sumum æfingum því ég veit nákvæmlega hvað ég get. Mér fannst þeir smá vera að niðurlægja mig sem persónu og leikmann með öllu þessu,“ segir Arnór Sigurðsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur