fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Styður Barton og gerir grín að konunni sem flúði land vegna hans – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 21:30

Joey Barton. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum markvörðurinn Paddy Kenny hefur komið fyrrum liðsfélaga sínum Joey Barton til varnar en mikill hiti hefur verið á þeim síðarnefnda undanfarið.

Barton kom sér síðast í fréttirnar í gær í kjölfar þess að  sparkspekingurinn Eni Aluko tilkynnti að hún hefði flúið England vegna hans. Barton hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið og hjólað í konur sem fjalla um karlafótbolta. Flestir eru sammála um að hann hafi gengið allt of langt í þessari „herferð“ sinni en hann sagði á dögunum að Aluko og kollegi hennar Lucy Ward væru „Fred og Rose West fótboltaumfjöllunnar.“ Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar.

Í kjölfar ummæla Barton hafa netverjar herjað á Aluko og aðrar konur í geiranum á samfélagsmiðlum. Segist hún nú óttast um öryggi sitt og er farin erlendis í bili.

„Ég ætla að vera hreinskilin og ég skal glöð viðurkenna að ég hef verið hrædd þessa vikuna,“ sagði Aluko á Instagram í fyrradag og hélt áfram.

„Ég fór ekki úr húsi á föstudag og nú er ég komin erlendis. Netníð hefur bein áhrif á öryggi þitt og hvernig þér líður í hinu raunverulega lífi. Ég vil að fólk átti sig á hvað haturðsorðræða er, hvernig áhrif kynþáttaníð og kynjamismunum hefur.“

Barton svaraði henni fullum hálsi.

„Ég beið eftir að þú spilaðir fórnarlambs-kortinu,“ skrifar hann á X (áður Twitter).

„Fyrirgefðu elskan en þú ert glötuð í fótboltaumfjöllun. Þú veist ekkert um karlafótbolta. Það eru allir að hlæja að þér, ekki bara ég.“

Talið er að bæði Aluko og Ward muni höfða mál gagnvart Barton.

Kenny kom honum hins vegar til varnar á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann hermdi eftir Aluko. Hann er í fríi í Mexíkó en sagðist hafa flúið þangað út af áreiti á Instagram.

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Konate opinn fyrir því að fara í sumar

Konate opinn fyrir því að fara í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Í gær

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“